Magnús Scheving byggði upp fyrirtækið Latabæ úr engu, sem náði til allrar heimsbyggðarinnar og hefur skilað milljörðum í tekjur, vörumerki sem er þekkt um víða veröld, hefur haldið ótal margra fyrirlestra um frumkvöðlastarf um heim allan, en hann hefur aldrei verið beðinn um að taka þátt í fundum eða ráðstefnum um nýsköpunarfyrirtæki eða frumkvöðlastarf á Íslandi.

„Mér finnst það áhugavert, sumpart fyndið," segir Magnús og brosir. „Ég veit líka heilmikið um smásöluverslun eftir öll þessi ár í sölu á öllu mögulegu og ómögulegu um allan heim, fyrir utan reynslu af leikstjórn, handritaskrifum, fjármögnun og svo framvegis, en enginn hefur þó leitað til mín um aðstoð eða að leiða verkefni í þessum geira. Ég held að Íslendingar séu einfaldlega of aftarlega á merinni þegar kemur að því að nýta reynslu fólks."

Nánar er rætt við Magnús Scheving í 25 ára afmælistímariti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift á sérstöku afmælistilboði hér eða pantað tímaritið .