Tæplega tvær milljónir ferðamanna komu til landsins á síðasta ári eða 14,2% færri en á árinu 2018 þegar yfir 2,3 milljónir erlendra ferðamanna lögðu leið sína hingað. Árið 2017 komu 2,2 milljónir ferðamanna til landsins. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur ekki verið minni síðan árið 2016 en þá komur tæplega 1,8 milljónir ferðamanna til Íslands. Þetta kemur fram í tölum frá Ferðamálastofu og Isavia .

Af þeim ferðamönnum sem komu til landsins voru flestir frá Bandaríkjunum eða 464 þúsund. Næstflestir komu frá Bretlandi eða 262 þúsund, um 132 þúsund ferðamenn komur frá Þýskalandi og 99 þúsund frá Kína. Bandarískum ferðamönnum fækkaði um þriðjung á milli ára. Bretum fækkaði um 12% og Þjóðverjum um 5%. Kínverskum ferðamönnum fjölgaði hins vegar um 10% á milli ára.