Í gær var greint frá því að hlutabréf í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian hafi fallið um nærri þriðjung. Verð félagsins hefur ekki verið lægra síðan í júní 2012, en bréfin tóku dýfu í kjölfar þess að félagið tilkynnti nýtt skuldabréfaútboð að verðmæti þriggja milljarða norskra króna eða sem samsvarar ríflega 40 milljörðum króna.

Á fréttavef Bloomberg er greint frá því að auðugir einstaklingar hyggjast koma flugfélaginu til bjargar. Meðal þeirra er norski olíukonungurinn John Frederiksen en auðævi hans eru um 880 milljarðar króna.

Framkvæmdastjóri flugfélagsins Bjorn Kjos kveðst vera afar ánægður með að hafa Fredriksen sem hluta af fjárfestahópnum.