Hanna Katrín Friðriksson formaður þingflokks Viðreisnar hyggst leggja fram þá tillögu fyrir Alþingi í næstu viku að Ríkisendurskoðun verði falið að gera úttekt á því hvernig staðið var að ákvörðunum um starfsleyfi fyrir kísilver United Silicon. Segir hún líklegt að þingmenn úr öllum flokkum verði meðflutningsmenn tillögunnar að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Helga Katrín segir mikla ágalla hafa verið á framkvæmd verkefnis fyrirtækisins í Helguvík í heild og vill hún að rannsakað verði aðkoma ríkisins að málefnum fyrirtækisins og eftirfylgni eftirlitsstofnana. Nefnir hún í fyrsta lagi hvernig staðið var að ívilnunarsamningum sem eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að feli í sér ríkisaðstoð en ekki hvata til nýfjárfestinga.

Jafnframt spyr hún hvernig standi á endurgreiðslu vegna þessa, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um ítarlega hafa mörg fyrirtæki fengið slíka samninga sem hún vill að verði skoðað í heild sinni. Í beiðninni er einnig spurt hvernig það gat orðið að mengun verksmiðjunnar sé mun meiri en gert var ráð fyrir í umhverfismati.