Þegar litið er til fjölmiðlaumfjöllunar um stjórnmálaflokka í fyrri viku sést vel hvað ríkisstjórnarflokkarnir eru frekir til fjörsins. Fréttir þar sem þeir koma við sögu eru samtals um 58% fréttanna.

Þetta hlutfall er að vísu óvenjuhátt vegna þess að úrfellið af flokksþingi Framsóknarmanna dundi enn á landsmönnum.

Eins voru ríkisstjórnarflokkarnir mjög áberandi síðustu viku þingsins, en af tölum í þessari viku sést að það er mun jafnara með stjórnmálaflokkunum eftir að þeir sluppu út af þingi og fóru að helga sig kosningabaráttunni.

Svo virðist sem fjölmiðlarnir hafi tekið við sér með sama hætti, en merki þessa má sjá á topplista umfjöllunarefna hér beint fyrir neðan.