Stjórnarflokkarnir þrír mælast samanlagt með 40,5% fylgi samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var í upphafi maí. Heildarfjöldi svarenda var 944 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist hæstur með 23,5% fylgi sem er um 1,3% hærra frá síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna lækkaði um 1% milli kannana og stendur nú í 10,6%. Fylgi Framsóknarflokksins lækkaði um slétt 3% frá síðustu könnun og stendur nú í 6,4%.

Píratar mælast næsthæstir með 14,6% en fylgi þeirra mældist 11,6% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar hækkaði einnig og mælist nú í 13,3%. Viðreisn mældist í 11,3% og Miðflokkurinn í 10,8%

Fylgi Sósíalistaflokksins mældist nú 4,1% og Flokkur fólksins fékk 3,6% fylgi í könnuninni. MMR tekur fram að allar niðurstöður hafa vikmörk sem miðað við 1.000 svarendur geta verið allt að +/- 3,1%.