AB InBev, stærsta bruggfyrirtæki heimsins, stefnir að því að taka yfir rekstur á samkeppnisaðila sínum SAB Miller, fyrir 79 milljarða punda, að því gefnu að hluthafar í fyrirtækjunum samþykki kaupin. Þessu greinir BBC frá .

Sameiningin mun að öllum líkindum eiga sér stað 10. október næstkomandi og ef hún gengur í gegn þá verður til langstærsti bjórframleiðandi heimsins, sem myndi framleiða um þriðjung bjórs í heiminum undir nafni AB InBev.

AB InBev þurfti að hækka tilboð sitt úr 1 pund á hlut upp í 45 pund á hlut vegna mikillar veikingu pundsins í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Carlos Brito forstjóri AB InBev, er staðráðinn í því að auka vöxt fyrirtækisins og stuðla að því að hluthafar fái eitthvað fyrir sinn skerf.

AB InBev framleiðir meðal annars Stellu Artois, Corona, Leffe og Beck og höfuðstöðvar þeirra eru í Leuven í Belgíu, en SAB Miller framleiðir Peroni, Pilsner Urquell og Grolsch . AB InBev hefur samþykkt að selja hluta af framleiðslu SAB Miller til japanska bjórframleiðendans Asahi.