Kínverska skipaflutningafyrirtækið Cosco hefur gert 6,3 milljarða dollara, eða því sem jafngildir 660 milljarða króna, kauptilboð í einn sinn helsta keppinaut, fyrirtækið Orient Overseas International Ltd. (OOIL), frá Hong Kong. Ef að sameiningin gengur í gegn verður fyrirtækið eitt það stærsta í heimi á sviði skipaflutninga.

Fyrirtæki í skipaflutningum hafa sameinað krafta sína í auknum mæli til að takast á við harðara árferði í geiranum. Cosco-OOIL verður þriðja stærsta fyrirtækið í skipaflutningum, að því gefnu að sameiningin fái grænt ljós frá samkeppnisyfirvöldum, á eftir danska fyrirtækinu Maersk og svo Mediterranean Shipping Company, en höfuðstöðvar þess fyrirtækis eru í Sviss.

Gengi hlutabréfa OOIL hækkaði um 19 prósentustig í Hong Kong Kauphöllinni segir í frétt AFP fréttaveitunnar um málið.. Hlutabréfaverð Cosco hækkaði um fimm prósent. Félagið Cosco er í eigu kínverska ríkisins. Fjölskylda fyrrverandi leiðtoga Hong Kong, sem samþykkti tilboð í 68,7 prósenta hlut í fyrirtækinu fær að öllum líkindum ríflega 4 milljarða dollara í sinn hlut.