Engar stórar hreyfingar urðu í kauphöllinni í dag, ekkert félag hækkaði um yfir 2% eða lækkaði um yfir 1%, og viðskipti með hlutabréf aðeins þriggja félaga náðu yfir 100 milljón króna veltu. Heildarviðskipti námu 1229 milljónum króna og úrvalsvísitalan, OMXI8, hækkaði um 0,38%.

Hagar, Heimavellir og Eik hækkuðu mest, öll um um það bil 1,8%, en Heimavellir og Eik í sáralitlum viðskiptum. Viðskipti með bréf Haga námu 223 milljónum, og voru næstmest á eftir viðskiptum með bréf N1, sem hækkuðu um 1,3% í 352 milljón króna viðskiptum.