Heildarveltan í Kauphöllinni í dag nam aðeins 750 milljónum króna í viðskiptum dagsins mest velta var með bréf í Sýn en hún nam 75 milljónum króna. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,56% og stendur nú í 1.596 stigum.

Fjögur félög hækkuðu í viðskiptum dagsins en það voru þau Icelandair, HB Grandi, N1 og Arion banki. Icelandair hækkaði mest eða um 1,62% í 46 milljóna króna viðskiptum. N1 hækkaði næstmest eða um 0,86% í 47 milljóna króna viðskiptum.

Verð á hlutabréfum í Högum lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 1,31% í 17 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Marel eða 1,04% í 50 milljóna króna viðskiptum.