Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,24% en heildarveltan á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta í dag nam einungis 511 milljónum króna.

Verð á hlutabréfum í VÍS hækkaði um 1,01% í 25 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næstmest hækkun var hjá Högum en þau bréf hækkuðu um 0,79% í 16 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði Origo um 0,94% í 7 milljóna króna viðskiptum en næst mest lækkun var hjá Arion banka en bréf bankans lækkuðu um 0,56% í 15 milljóna króna viðskiptum.