Ríkisskattstjóri (RSK) hefur farið fram á 20-30 milljóna króna viðbótarfjárveitingu næstu tvö ár vegna framlengingar á heimild einstaklinga til að nýta séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán.

Í umsögn RSK um lagafrumvarp um málið er bent á að umsjón með úrræðinu hafi verið mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir. Starfsmenn hafi sinnt verkefninu í yfirvinnu eða verið teknir úr öðrum störfum þar sem gert hafi verið ráð fyrir að úrræðið yrði tímabundið. Uppfæra þurfi hugbúnað og ráða starfsmenn í verkið og til þess þurfi aukið fé.