Félagið RK20 ehf., áður Ruby ehf., var úrskurðað gjaldþrota þann 12. september síðastliðinn. Umrætt félag er rekstrarfélag veitingastaða Ruby Tuesday, en veitingastaðirnir voru starfræktir á tveimur stöðum í Reykjavík. Vísir greinir frá þessu.

Rekstrarfélagið var í eigu Guðmundar Arnfjörð en hann tók við rekstrinum árið 2015 eftir að fyrri eigendur höfðu átt í rekstrarerfiðleikum. Guðmundur er best þekktur fyrir aðkomu sína að flatbökukeðjunni Pizzunni, en hann byggði keðjuna upp í tæplega tvo áratugi.