Staðfest kórónuveirusmit eru nú orðin rúmlega 200 þúsund talsins á alþjóðavísu og hafa smitin rúmlega tvöfaldast á undanförnum tveimur vikum. Lönd víða um heim hafa brugðist við þessari miklu fjölgun smita með því að loka landamærum, samkomubönnum og fleiri aðgerðum sem miða að því að takmarka fjöldasamkomur. Líkt og gefur að skilja hafa þær aðgerðir haft verulegar afleiðingar á heimshagkerfið. WSJ greinir frá.

Staðfest smit þegar þessi frétt er skrifuð eru 205,452 á heimsvísu, samkvæmt korti Johns Hopkins háskólasjúkrahússins . Nú eru staðfest smit utan meginlands Kína, þaðan sem veiran er upprunin, rúmlega 122 þúsund talsins.

Dauðsföll vegna kórónuveirunnar eru nú 8.248 talsins og hafa flestir fallið frá sökum veirunnar í Kína eða 3.122 manns. Ítalir hafa misst næst flesta vegna veirunnar, eða 2.503 manns.