Á þessu ári gæti stefnt í 20-30% samdrátt á fjölda ferðamanna frá ákveðnum kjarnamörkuðum í Mið-Evrópu. Í samtali við mbl.is segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, að bókunarstaða ferðamanna frá umræddum kjarnamörkuðum sýni þetta í dag og fram á sumarið.

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að leitum á Google að flugum til Íslands hefði minnkað á milli ára. Fylgni hefur verið á milli leitanna og komum ferðamanna til landsins 7-8 mánuðum síðar.

Bjarnheiður segir í viðtalinu að miðað við hennar samtöl við stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja megi sjá að um 20-30% samdráttur sé á bóknum ferðamanna frá Mið-Evrópu. Þróunin sé alvarleg sökum þess að það séu okkar bestu markaðir. Hún segir þó að Ameríku- og Asíumarkaðir hafi verið í sókn en þeir hópar dvelji í skemmri tíma og ferðist minna um landið. Því sé það ótti margra að þetta muni bitna mest á landsbyggðinni.

Hún segir þó að engin örvænting sé að eiga sér stað og ferðaþjónustufyrirtæki bindi vonir við að staðan muni lagast og að það skili sér í bókunum með stuttum fyrirvara fyrir sumarið.