Olíuverð hefur nokkuð sigið niður aftur eftir nokkuð skarpa hækkun í gær sem kom í kjölfar yfirlýsinga Sádi arabíu en eins og Viðskiptablaðið fjallaði nýlega um kom sú hækkun í kjölfar mesta verðfalls olíu í tvö ár.

Fór verðið á WTI vísitölunni, kenndri við vestur Texas, úr 58,35 Bandaríkjadölum fatið upp í 61,48 dali í gær, sem nemur 5,4% hækkun á einum degi. Síðan þá hefur verðið hins vegar lækkað og þegar þetta er skrifað stendur olíuverðið á 60,52 dölum fatið.

Orkumálaráðuneyti Sádi Arabíu segir að útflutningur landsins á olíu verði um og undir 7 milljónum olíufata í marsmánuði. Framleiðslan í Janúar var hins vegar 9.977 milljón olíuföt, sem er undir 10.058 milljóna fata kvótanum sem landið samdi við önnur olíuframleiðsluríki um.

Sádi arabísk stjórnvöld hafa heitið því að gera hvað sem þarf til, til þess að tryggja að olíubirgðir heims, sem og verðþróun, haldist í jafnvægi.

„Ég er sannfærður um að mikið samstarf og samvinna muni halda áfram og ná fram markmiðum okkar,“ segir Khalid al-Falih ráðherra orkumála Sádi Arabíu á ráðstefnu í Riyadh, höfuðborg landsins samkvæmt vefsíðunni oilprice.com.