Tekjur Friðheima drógust saman um 36,5% árið 2020 og námu rúmum 390 milljónum króna, samanborið við 614 milljónir árið 2019. Samdrátturinn leiddi til tæplega 68 milljóna króna taps samanborið við 19 milljóna króna hagnað árið áður.

Kórónuveirufaraldurinn hafði mikil áhrif, en auk tómataframleiðslu eru Friðheimar með vinsælli áfangastöðum ferðamanna á Suðurlandi.

Eigið fé félagsins nam rúmum 44 milljónum króna í árslok. Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir eru eigendur Friðheima.