Í maí komu 4.437 færri breskir ferðamenn til Íslands en í maí árinu áður og nam samdrátturinn 28 prósentustigum. Slíka dýfu hefur ekki raungerst síðan í maí 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus, en þá fækkaði komu Breta um 27 prósentustig. Öll ár eftir það hefur verið talsverð fjölgun á komu Breta til Íslands, þar til nú að því er kemur fram í frétt Túrista . Í maímánuði var 17,8 prósentustiga aukning á komu erlendra ferðamanna til Íslands, en þó dró nokkuð úr aukningunni ef tekið er mið af síðasta ári.

Andy Cockburn, talsmaður easyJet segir í samtali við vefmiðilinn að fréttirnar komi þeim á óvart enda finni félagið ekki fyrir minni eftirspurn eftir ferðum til landsins. Ferðum easyJet hefur aftur á móti fjölgað um 19 prósentustig á þessu ári. Meginþorri easyJet eru breskir ferðamenn á leið til Íslands.

Hljóðið var þó allt annað í Clive Stacey, framkvæmdastjóra Discover the World, sem hefur löngum skipulagt Íslandsferðir. Hann bendir á að með styrkingu krónunnar, veikingu pundsins, hækkandi verðskrám og fréttum af of mörgum ferðamönnum á Íslandi hlaut að koma að því að breski markaðurinn sýndi viðbrögð. Hann segir að það séu vísbendingar um að þróunin komi til með að halda áfram fram á sumar.