Útgerðarfélagið Samherji fóru yfir 30% mörkin, í 30,11% eignarhlut í Eimskipafélagi Íslands þann 10. mars síðastliðinn og boðaði um leið að félagið myndi gera yfirtökutilboð í skipafélagið, en nú hefur eignarhluturinn farið aftur undir mörkin.

Í millitíðinni hefur heldur harðnað á dalnum í íslensku efnahagslífi, með miklum sveiflum á hlutabréfamörkuðum , og óskaði Samherji eftir undanþágu frá yfirtökuskyldunn i á Eimskip á föstudaginn 20. mars síðastliðinn á forsendum óvissu í efnahagsmálum og á fjármálamörkuðum.

Á sínum tíma keypti Samherji Holding 3,05% eignarhlut í Eimskip, en samhliða því að tilkynna um að yfirtökutilboð yrði gert á næstu vikum til allra félaga var því lýst yfir að félagið yrði áfram skráð og óskað eftir því að sem flestir hluthafar sjái hag sínum best borgið með því að vera áfram í eigendahópnum.

Síðan Samherji varð stærsti hluthafi Eimskips í júlí 2018 með kaupum á fjórðungshlut í félaginu af The Yucaipa Company á ríflega 11 milljarða króna á genginu 220 krónur, hefur gengi félagsins lækkað mikið og er það nú komið niður í 130 krónur á hlut.

Það er eftir 12,16% lækkun í 41 milljóna króna viðskiptum í dag, en g engi félagsins hækkaði um 10%, strax um morguninn daginn eftir yfirtökutilkynninguna, og endaði hækkunin í ríflega 11% þann dag og var þá lokagengið 150 krónur. Lækkunin síðan þá nemur því 13,3% í heildina.

Hér má lesa frekari fréttir um Samherja og Eimskip: