Micheal Dubke samskiptastjóri Hvíta hússins hefur sagt starfi sínu lausu eftir einungis tvo og hálfan mánuð í starfi.

Kellayanne Conway ráðgjafi Donald Trump sagði við AP fréttastofuna að Dubke hefði greint Donald Trump Bandaríkjaforseta frá uppsögn sinni áður en Trump hélt erlendis fyrr í mánuðinum.

Í viðtali við Fox News fyrr í dag greindi Conway frá því að Dubke hafði lagt skýra áherslu á að þrátt fyrir uppsögn sína myndi hann sinna störfum sínum í Hvíta húsinu meðan á ferð forsetans stæði vegna fjölda þeirra verka sem þyrfti að vinna.