Tveimur íslenskum frumkvöðlum hefur verið boðin þáttaka á hinni virtu nýsköpunarráðstefnum ,,Global Entrepreneurship Summit”, eða GES, sem að fram fer í Hyderbad á Indlandi í næstu viku. Það eru þau Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Platome Líftækni, og Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis.

Bandaríkin standa árlega fyrir GES hátíðinni, en í ár er hátíðin samstarfsverkefni á milli Bandaríkjanna og Indlands. Síðustu ár hefur forseti bandaríkjanna, þá Barack Obama, sótt ráðstefnunan en í ár fer Ivanka Trump, dóttir og ráðgjafi bandaríkjaforseta, fyrir bandarísku sendinefndinni. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands sækir ráðstefnuna fyrir Indlands hönd.

Í tilkynningu segir að búist sé við um 1500 þáttakendum frá yfir 140 löndum og hafa allir þáttakendur verið valdir sérstaklega af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna (U.S. Department of State) og sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim. Þá segir ennfremur að sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hafi tilnefnt Söndru Mjöll og Guðmund til þáttöku.

Sérstök áhersla verður lögð á þáttöku kvenna í nýsköpun í ár og eru megin orð ráðstefnunnar ,,Women first, prosperity for all”. Búist er við að helmingur þáttakanda verði konur.

Viðskiptablaðið valdi Platome sem sprotafyrirtæki ársins fyrr á árinu en það var einnig annar af sigurvegurum Rising Star keppninnar sem að Deloitte hélt fyrr í nóvember. Þá var Sandra Mjöll valin frumkvöðull ársins af heimssamtökum kvenna í nýsköpun í júní síðast liðnum.

Kerecis vinnur nokkurs konar gerfihúð eða græðlinga úr fiskroði og hefur markaðssett vörur sínar í Bandaríkjunum við gott gengi og hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir starfsemi sína. Þá valdi Viðskiptablaðið Guðmund Fertram sem frumkvöðul ársins 2015 .