Seðlabanki Indlands hefur lækkað stýrivexti úr 6,50% niður í 6,25%. Þetta er gert til þess að efla efnahag landsins. Þessu greinir BBC frá.

Þetta er fyrsta stýrivaxtaákvörðunin sem tekin er í Indlandi eftir að nýr Seðlabankastjóri, Urjit Paret, tók við stjórn bankans. Ákvörðunin var tekin af nýrri sex manna nefnd bankans sem. Áður hafði hlutverkið verið í höndum seðlabankastjóra landsins. Það kemur þó ekki fram hvernig var kosið innan nefndarinnar.

Patel, sem tók við stjórn bankans fyrr á þessu ári, er þekktur fyrir harða afstöðu sína gegn verðbólgu, sem hefur lengi verið viðvarandi vandamál í Indlandi.

Í spá Alþjóðabankans kemur fram að búist sé við að hagvöxtur í Indlandi verði 7,6% árið 2016 og 7,7% árið 2017.