Íslenska krónan veiktist um 2,8% gagnvart evrunni og 1,7% gagnvart Bandaríkjadal í júní. Seðlabankinn greip sex sinnum inn í á gjaldeyrismarkaðnum í júní, tvisvar á kauphliðinni og fjórum sinnum á söluhliðinni.

Nettó kaup Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði námu 800 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtu yfirliti Landsbankans. Íslenska krónan hefur veikst um 12,4% það sem af er árs. 14,4% gagnvart evrunni og 14,2% gagnvart Bandaríkjadal.

Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir komu sér saman um að framlengja hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða fram í miðjan september.