Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, sagði á Skálholtshátíðinni í gær að það væri mikilvægt að ríkið setti sér eignastefnu og grisjaði eignarhald sitt á eignum sem það sæi sér ekki fært að viðhalda.

„Menn hafa í þessu sambandi ákveðnum samfélagslegum skyldum að gegna,“ segir Sigríður en hún sagði að viðhaldsleysi á Skálholti blasti við sem væri miður í Morgunblaðinu. „[Sem er a]ð viðhalda fasteignum sínum svo þær verði ekki lýti á umhverfinu en ekki síst hafi þær sögulegt gildi.“

Sagði Sigríður að vegna sögulegs gildis Skálholts þyrfti að huga vel að viðhaldi staðarins, þó hún nefndi engar sérstakar eignir í því samhengi.