Í lok næsta mánaðar verður nýr formaður Samtaka atvinnulífsins kjörinn á aðalfundi samtakanna, en núverandi formaður samtakanna, Björgólfur Jóhannsson, sem gengt hefur embættinu í fjögur ár, hefur sagt að hann sé enn undir feldi með að halda áfram.

Fréttablaðið segir að flestir reikni með því að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group, og segja þeir að Ari Edwald hafi mikinn hug á að taka við sem formaður samtakanna.

Ari er núverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.