Arion banki mun á næstu dögum segja upp allt að 80 starfsmönnum sínum. Bankinn er á lokametrunum í útfærslu skipulagsbreytinga og mun nýtt skipurit líta dagsins ljós í dag. Þetta herma heimildir Mannlífs .

Þá herma heimildir Mannlífs jafnframt að enn fleiri starfsmenn muni missa vinnuna hjá bankanum á næstu mánuðum, en starfsmenn bankans eru um 800 samkvæmt ársskýrslu bankans fyrir árið 2018.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið að markmið hans væri að auka arðsemi bankans og eru uppsagnirnar liður í þeirri stefnu bankastjórans.