Listamaðurinn Marcus Lyall, sem búsettur er og starfar á Bretlandseyjum, hefur sent Íslandsstofu bréf þar sem hann fullyrðir að verkefnið „Let it out“ sé eftiröpun á verki eftir sig. Frá þessu er greint á vef Vísis .

Let it out herferðin er verkefni á vegum Íslandsstofu og hefur það vakið gríðarlega athygli. Um er að ræða hluta af kynningarherferð stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins.

Lyall segist í samtali við Vísi ekki enn hafa fengið nein viðbrögð frá Íslandsstofu vegna bréfs síns sem Vísir hefur það undir höndum. Þar rekur hann að herferðin sé eftirlíking sýningar sem hann setti á fót og heitir „Scream the House Down“, innsetning sem hann gerði í samstarfi við Illuminate Productions og New Art Projects.

„Það er því ótrúlega sárt að sjá þetta verkefni, sem unnið var af góðum hug, tekið ófrjálsri hendi og gleypt í heilu lagi,“ segir Lyall.