Sérstök nefnd var skipuð til þess að rannsaka atburðarás Benghazi-árasarinnar svokölluðu sem og viðbrögð bandarískra stjórnmála- og embættismanna við árásinni. Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sérstaklega sætt athugun. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Clinton hefði ekki gert neitt ólögmætt.

Árásin sem um ræðir er kennd við Benghazi, aðra stærstu borg Líbýu. Árásin var framkvæmd þann 11. september árið 2012. Íslamistar réðust þá að sendiráði Bandaríkjanna í borginni og myrtu tvo menn, þar með talinn sendiherra Bandaríkjanna og tvo CIA-útsendara. Árásarmennirnir voru fleiri en 125 talsins.  Tilkynnt var um árásina og útsendarar CIA í Benghazi gerðu sig búna undir að veita sendiráðinu aðstoð. Þá var ráðist á bækistöðvar CIA-útsendaranna og neyddust þeir til að verja sig gegn árásarmönnunum. Það létust tveir útsendarar í árásinni.

Nefndin skilaði af sér niðurstöðum rannsókna sinna í 800-blaðsíðna langri skýrslu sem gefin var út í dag. Í skýrslunni setur nefndin þá ofan í við þó nokkrar ríkisstofnanir á borð við varnarmálaráðuneytið og CIA-leyniþjónustuna. Þá gerðu þessar stofnanir og aðrar þau mistök að vanmeta allverulega hverjar öryggishætturnar voru í Benghazi á þessum tíma.

Eins og fyrr segir er mat nefndarinnar að Hillary Clinton hafi ekki sýnt af sér neins konar illverknað né ófaglega framkomu meðan á árásinni stóð og hún vann við að gagnsetja viðbragðsteymi frá Tripoli í Ítalíu. Þrátt fyrir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að téð viðbragðsteymi hafi verið lengi að leggja af stað hafi Clinton ekki gert neitt rangt.

Rannsókn nefndarinnar hefur tekið meira en tvö ár og kostað yfir 7 milljónir Bandaríkjadala, eða 840 milljónir íslenskra króna. Formlega séð hefur skýrslan ekki verið samþykkt og verður það ekki fyrr en kosið verður um það þann 8. júlí. Ólíklegt er þó að skýrslan verði ekki samþykkt þar eð flestir sem eru málinu viðkomandi segjast sáttir við niðurstöðurnar.

Það sem einna helst kom á óvart við rannsóknirnar er það að Clinton hafi haldið uppi persónulegum netþjóni fyrir tölvupóstsamskipti sín. Sú uppgötvun hefur hrundið af stað nýjum rannsóknum, þar sem skoðað er hvort Clinton hafi meðhöndlað leynilegar upplýsingar eða skjöl gegnum þennan persónulega netþjón, sem væri að líkindum metið sem óhöndugleg meðferð.