Írska flugfélagið Aer Lingus er á leið í mikinn niðurskurð sem felur m.a. í sér að um 500 starfsmönnum verður sagt upp. BBC greinir frá þessu.

COVID-19 faraldurinn hefur líkt og þekkt er orðið haft verulega neikvæð áhrif á flugfélög um allan heim. Aer Lingus er þar ekki undanskilið, en umsvif félagsins hafa dregist saman um 95% vegna faraldursins. Þættir líkt og samkomutakmarkanir og tveggja vikna sóttkví við komu til landsins hafa leitt til þess að eftispurn eftir flugi hefur orðið nær engin.

Forsvarsmenn félagsins segja að faraldurinn hafi haft „skelfileg" áhrif á rekstur þess og gagnrýna írsk stjórnvöld fyrir að hafa ekki veitt meiri aðstoð.