Hlutabréfaverð Eimskips hækkaði um 3% í dag í tæpri 200 milljóna krónu veltu. Félagið hefur hækkað um 8,2% frá því að greint var frá því að félagið yrði sektað um 1,5 milljarða króna sem er hæsta sekt sem hefur verið lög á fyrirtæki fyrir samkepnnislagabrot.

Hagar hækkuðu næst mest eða um 1,7% í 285 milljóna króna veltu og Síldarvinnslan kom þar á eftir en bréf félagsins hækkuðu um 1,1%. Þá hækkaði Icelandair um 1,1%. Arion lækkaði mest í dag eða um 0,7% í 214 milljóna króna veltu.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 2,9 milljörðum króna í dag og voru mestu viðskiptin með bréf Festi, um 370 milljónir króna en bréf félagsins hækkuðu um tæp 0,8% í dag. Næst mestu viðskiptin voru með bréf Marels, um 320 milljónir króna, en þau hækkuðu um 0,5% í dag.