Hampiðjan hefur selt 1,6% hlut í HB Granda í hlutafjárútboði sem lauk í gær. Í boði var allur 8,8% hlutur Hampiðjunnar í HB Granda, en aðeins bárust tilboð í um 18% af þeim eignarhlut. Hampiðjan samþykkti þau tilboð sem bárust.

Sölugengið var 35,6 krónur á hlut og er heildarvirði viðskiptanna 1.011 milljónir króna. Tilgangur útboðsins var að skoða aðra fjármögnunarkosti við kaup Hampiðjunnar á P/F Von, en félagið hafði þegar tryggt lánsfjármögnun á kaupunum.

HB Grandi hefur lækkað nokkuð í verði á undanförnum misserum, eða um 18% síðan í október.