Norski fiskeldisgeirinn hefur vaxið hratt undanfarin ár og framleiðir nú meiri lax og silung en allur íslenski fiskiskipaflotinn veiðir á ári. Norðmenn framleiða 1,3 milljónir tonna af eldisfiski á ári sem er meira en samanlagður afli allra fiskiskipa við Íslandsstrendur á síðasta ári samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Útflutningsverðmæti norska eldislax nam nálægt 70 milljörðum norskra króna á síðasta ári eða tæplega 900 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar um þriðjungi af landsframleiðslu Íslands.

Björgólfur Hávarðsson, verkefnastjóri rannsóknar og þróunar hjá norska sjávarklasanum, segir norskir fiskeldisframleið- endur búa til í kringum 14 milljónir máltíða á dag. „Það tekur 7 sekúndur að metta  Wembley,“ bendir Björgólfur á, en leikvangurinn tekur 90 þúsund manns í sæti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .