Noodle Station ehf., sem annast rekstur taílensku veitingastaðanna Noodle Station í Reykjavík og Hafnarfirði, hagnaðist um 21,4 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 19,2 milljónir árið áður.

Sala félagsins nam 171,8 milljónum og var stöðug milli ára. Rekstrargjöld voru 144,8 milljónir. Hagnaður án fjármagnsliða nam rúmlega 27 milljónum.

Fyrirtækið opnaði einn nýjan veitingastað á árinu, á Stjörnutorgi í Kringlunni. Eignir félagsins í árslok 2016 námu 119,1 milljónum borið saman við 66,5 milljónir árið áður, en aukningin í eignum er tilkomin vegna 31 milljónar króna aukningar í handbæru fé. Skuldir voru 43,3 milljónir. en skammtímaskuldir jukust um rúmlega 31 milljón milli ára. Þá var eigið fé 75,8 milljónir í lok ársins en var 54,4 milljónir í árslok 2015.

Handbært fé frá rekstri nam 5,4 milljónum króna á árinu og lækkaði handbært fé um 1,2 milljónir.

Hlutafé Noodle Station nemur 500 milljónum króna og er að fullu í eigu Charin Thaiprasert.