Sjóðir í stýringu Stefnis, sjóðstýringarfélags Arion banka, fóru undir 5% eignarhlut í VÍS með sölu á 5,5 milljón hlutum í félaginu. Endaði eignarhluturinn í 4,94%.

Miðað við 11,26 krónu lokagengi bréfa VÍS í viðskiptum dagsins í dag, er markaðsvirði bréfanna sem voru seld rétt tæplega 62 milljónir króna.

Eftir eiga sjóðir í stýringu Stefnis nú tæplega 96,4 milljónir bréfa, sem miðað við verðið í dag eru að verðmæti tæplega 1,1 milljarð króna.