Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters, dótturfélags Kviku banka, seldi í dag 6,5 milljónir hluta í Kviku fyrir 68 milljónir króna. Hannes keypti hlutina 8. nóvember á 6,25 krónur á hlut fyrir ríflega 40 milljónir króna. Söluhagnaður af viðskiptunum Hannesar í nóvember nemur því um 28 milljónum króna.

Kaupverðið 8. nóvember miðaðist við áskriftarréttinda sem Hannes hafði í Kviku. Söluverðið í dag var að meðaltali 10,58 krónur á hlut í sex viðskiptum.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar á Hannes Frímann enn áskriftaréttindi að 13 milljónum hluta í Kviku.