Reykjaneshöfn og United Silicon í Helguvík hafa samið um uppgjör á 190 milljóna króna greiðslu sem hafði áður verið í vangreidd  siðan í nóvembermánuði 2015 að því er kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins um málið. Þar segir að dráttarvextirnir nema 30 milljónum króna af þeirri upphæð. Fimm ár eru síðan lóðin var seld.

Verksamningurinn við Reykjaneshöfn, sem gerður var árið 2012 hljóðaði upp á samtals 362 milljónir króna til félagsins Stakksbrautar 9 ehf. sem síðar rann inn í United Silicon. Þar af voru 200 milljónir vegna lóðarinnar, sem búið var að greiða. Tveimur árum síðar eignaðist Geysir Capital lóðina, en Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, Auðun Helgason stjórnarformaður Geysis og fyrrverandi stjórnarmaður United Silicon, hafa verið í forsvari fyrir félagið.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé ekki lengur í vanskilum og að greiðslur hafa átt sér stað, þó að skuldir væri ekki greidd að fullu leyti. Kaupverðinu var skipt upp í fjórar greiðslur og voru fyrstu tvær greiðslurnar greiddar á réttum tíma eða alls 200 milljónir króna. Hins vegar tafðist þriðja greiðslan og fór í innheimtu hjá lögfræðing. Síðustu 62 milljónirnar átti að greiða í fyrra.