Fyrirtækið ALP, sem rekur bílaleigur undir merkjum Avis og Budget hér á landi, hefur verið sett í söluferli. Framkvæmdastjóri norska fjárfestingarfélagsins RAC Group, sem fer með 46% hlut í ALP, staðfestir þetta við Morgunblaðið .

„Fjárfestingarfélagið RAC Group er nú við lok sinna lífdaga. Við höfum keypt, byggt upp og endurskipulagt mörg fyrirtæki í gegnum tíðina og nú er svo komið að ALP er það eina sem eftir er í eignasafninu,“ hefur Morgunblaðið eftir Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóra RAC sem keypti 46% hlut í félaginu árið 2012 í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Hann sagðist ekki geta upplýst um hugsanlega kaupendur eða kaupverð að svo stöddu.

Félagið Ljúfur ehf., sem er í eigu Hjálmars Péturssonar forstjóra og Þorsteins H. Þorgeirssonar, á 54% hlut í ALP á móti RAC. Hjálmar staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið að fyrirtækið í heild sinni sé til sölu.