Sex starfs­mönn­um Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar var sagt upp störf­um um mánaðamót. Frá þessu er greint á vef mbl.is .

Starfs­menn­irn­ir koma úr ýms­um deild­um fyr­ir­tæk­is­ins, en aum er að ræða breyt­ing­ar á starf­semi ein­stakra deilda sem hafa í för með sér ör­fá­ar upp­sagn­ir.

„Það eru eng­ar stór­ar breyt­ing­ar framund­an. Þetta er bara eðli­leg­ur þátt­ur í rekstri stórra fyr­ir­tækja,“ seg­ir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfagreiningar í samtali við mbl.is. Um 200 starfs­menn vinna hjá Íslenskri erðagrein­ingu hér á landi, og til viðbót­ar 60 manns í þjón­ustumiðstöð rann­sókn­ar­verk­efna.