Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnt í dag að hann væri hættur í Framsóknarflokknum og hygðist bjóða sig fram undir formerkjum nýs stjórnmálaafls. Þetta kom fram í ítarlegu bréfi hans þar sem að hann titlar; Til Framsóknarmanna . Fyrrverandi formaður flokksins rifjar þar upp „sex tilraunir til að fella formann.“

Í texta Sigmundar Davíðs kemur fram að innan Framsóknar hafi verið hópur sem átti erfitt að sætta sig við það að hann leiddi flokkinn. „Fyrir kosningar 2013 var hart sótt að mér í kjördæminu. Markmiðið var að fella mig sem oddvita flokksins og þar með formann. Í þá baráttu fór gríðarleg orka og tími. Niðurstaðan varð þó sú að hátt í tveir þriðju hlutar kjósenda studdu mig,“ rifjar Sigmundur upp. Hann segir að nú sé sótt að honum á ný. Þá rifjar hann upp hinar fimm tilraunirnar til þess að bola hann út úr flokknum.

Fyrsta tilraunin , segir Sigmundur Davíð, fólst í því að reyna að „loka hann úti“ og grafa undan sér innan flokks í þeirri trú að andstæðingar hans myndu klára verkið. „ Þar var beitt aðferðum sem ég ætla að bíða með að greina frá en ég leitaði þá allra leiða til að ná sátt við varaformanninn þáverandi. Það tókst loks á fundi með honum, Gunnari Braga Sveinssyni sem þá var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Við hétum trúnaði um fundinn og bundumst fastmælum um hvernig við myndum vinna saman að því að hefja sókn fyrir flokkinn. Síðar kom í ljós að varaformaðurinn þáverandi var ekki fyrr farinn af fundinum en hann var búinn að hafa samband við hóp fólks, þar með talið nokkra þingmenn flokksins, meðal annars í mínu kjördæmi, og fela þeim að dreifa fjarstæðukenndri sögu af fundinum. Markmiðið var að eyðileggja sáttina í fæðingu. Í þeirri sögu var ekki aðeins ég skotmarkið heldur Lilja líka,“ skrifar Sigmundur.

Önnur tilraunin var sú að fá þingflokkinn til að koma honum út að sögn Sigmundar. „ Boðað var til þingflokksfundar í skyndi þar sem til stóð að fá þingflokkinn til að samþykkja hreint dæmalausa ályktun. Ályktun sem hefði ekki dugað til að losna við mig en hefði rústað stöðu flokksins. Tveir af höfundum þeirrar tillögu bjóða sig nú fram gegn oddvitum flokksins í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum,“ að sögn fyrrverandi formanns Framsóknar.

Þriðja tilraunin : Næst átti að láta skarar skríða á miðstjórnarfundi Framsóknar á Akureyri í september að sögn Sigmundar. „ Þar hélt varaformaður flokksins og starfandi forsætisráðherra einkar undarlega ræðu þar sem hann sagði upp úr þurru að hann myndi ekki áfram gegna stöðu varaformanns ef formaðurinn viki ekki. Hann hafði ekki veitt mér neinar vísbendingar í þessa veru fyrir fundinn og raunar komið sér hjá því að funda með mér allt frá því að ég hleypti honum í Stjórnarráðið,“ skrifar Sigmundur, en tekur fram að sú tilraun hafi runnið út í sandinn.

Fjórða tilraunin: „ Því næst var gerð tilraun til að fella mig í mínu eigin kjördæmi. Hvorki fleiri né færri en þrír þingmenn flokksins létu sannfæra sig um að þeir ættu að bjóða sig fram gegn mér í fyrsta sæti. Þetta var mér tilkynnt um leið og framboðsfrestur var að renna út. Einn frambjóðendanna (sá hinn sami og hafði verið liðtækastur við að dreifa sögunni um fundinn) reyndi að útskýra fyrir mér með einkar undarlegri röksemdafærslu að þetta væri allt fyrir mig gert enda styddi viðkomandi mig í raun. Skömmu fyrir kjörið útskýrði þó sú sem um ræddi í viðtali að hún fyndi fyrir miklum stuðningi og væri bjartsýn á sigur.

Niðurstaðan varð sú að ég hlaut tæplega þrjá fjórðu hluta atkvæða. Umtalsvert meiri stuðning en þegar aðeins einn þingmaður hafði boðið sig fram gegn mér þremur árum áður,“ útskýrir Sigmundur.

Fimmta tilraun: Sú lengsta og tengist tapi Sigmundar í formannskosningum í fyrra svona segir formaðurinn fyrrverandi frá:

Kraftarnir voru settir í að virkja ákvæði laga flokksins (sem aldrei hafði verið notað) sem leyfði kjördæmisþingum að boða til flokksþings. Í hverju skrefi voru svo fjölmiðlar fóðraðir á fréttum um vandræðagang Framsóknarmanna. Aðrir flokkar höfðu hins vegar hafið kosningabaráttu (ríkisstjórnin hafði gefist upp og boðað til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins).

Það tókst að knýja á um flokksþing og þar með fimmtu tilraunina á tiltölulega skömmum tíma til að fella formanninn. Mér var gert ókleift að verjast og fá fram vilja meirihluta flokksmanna. Það var gert með því að lofa mér að ekki stæði til að fara gegn mér en tilkynna svo um að ekki yrði staðið við það loforð um leið og frestir til að skrá sig á flokksþingið voru útrunnir.

Við tóku aðferðir sem eiga ekkert skylt við lýðræði. Að hluta til var beitt hreinum svikum. Listum yfir fulltrúa var skipt út (meðal annars var fjölda fulltrúa sem kosnir höfðu verið inn á þingið fyrir Reykjavík hent út). Það sama átti við víða annars staðar. Fólki sem var hent út af listum fékk að heyra hinar fjölskrúðugustu skýringar á því hvers vegna það hefði verið gert. Þannig fékk kona sem studdi mig og átti seturétt á þinginu að vita að hún hefði verið strikuð út vegna þess að hún ætti svo mörg börn að menn hefðu ekki gert ráð fyrir að hún ætti heimangengt.

Ýmiss konar atriði voru sett á svið og sögum dreift. Því var meira að segja haldið fram að ég hefði látið klippa á netútsendingu frá ræðu varaformannsins.

Þarna sameinuðust ólíkir hópar með ólíka hagsmuni um það markmið að koma formanni flokksins frá sama hvað það kostaði.

Fyrri dagar flokksþingsins gengu reyndar vel en þegar kom að því að kjósa dúkkuðu upp helstu liðsmenn hópsins sem réði flokknum tíu árum áður. Fólk sem hafði ekki sést í flokksstarfi árum saman. Fólk sem var ósátt við að ég hefði ekki lotið vilja þeirra sem töldu sig geta lagt línuna fyrir flokkinn eða notið þjónustu hans.

Allt varð þetta hreint ótrúlegur sirkus og það tókst eins og til var sáð að sprengja Framsóknarflokkinn í loft upp á 100 ára afmæli hans.

Lagðar voru fram kærur vegna þess hvernig staðið var að flokksþinginu en þeim var eytt og hafa eftir því sem ég kemst næst aldrei fengið formlega afgreiðslu.

Eftir flokksþingið og fram á þennan dag hafa engir tilburðir verið sýndir til að ná flokknum saman. Þvert á móti. Reynt er að skipta óæskilegu fólki út hvar sem því verður við komið og efnt til ófriðar hvenær sem tækifæri gefst.

sjötta og síðasta er væntanlega sú síðasta, þar sem að Þórunn Egilsdóttir bauð sig fram gegn honum, og nú er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður, og forsætisráðherra, formelga hættur í Framsókn.