Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands ákváðu að setja á fót vinnuhóp um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands.

Vinnuhópurinn á að skila skýrslu um málið innan sex mánaða. Ef ákveðið verði að leggja sæstrenginn þá er gert ráð fyrir því að verkefnið muni taka um 10 ár í byggingu. Samkvæmt tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins er forsenda þess að sæstrengur verði lagður að verð til heimila og fyrirtækja hækki ekki.

Það hefur lengi verið ljóst að Bretar eru mjög áhugasamir um lagningu sæstrengs milli landanna, en fyrr á árinu greindi Viðskiptablaðið frá því að allir stærstu stjórnmálaflokkar Bretlands væru sammála um að sæstrengur til Íslands sé einn af áhugaverðustu kostunum á borði Breta til að mæta skuldbindingum þeirra og þörfum í orkumálum.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sagði einnig í september að sæstrengur milli landanna væri áhugaverður kostur