Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14:30, en líklegt má þykja að efni fundarins verði nýlegur dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun dómara við nýstofnað millidómsstig hér á landi – Landsrétt – hafi verið ólögmæt.

Þá hefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna sagst muni ræða við fjölmiðla strax að loknum þingflokksfundi um málið.