Sigurður Atli Jónsson, sem tilkynnti í lok apríl að hann myndi láta af störfum sem forstjóri Kviku banka í lok apríl, fékk 80,7 milljón greiddar í laun og hlunnindi frá fyrirtækinu á síðasta ári. Greiðslur til Sigurðar Atla hækka verulega milli ára en laun og hlunnindi námu 48,2 milljónum króna árið 2016 eða sem samsvarar um 4 milljónum króna á mánuði. Greiðslur til Ármanns Þorvaldssonar sem tók við starfinu af Sigurði Atla námu 21,2 milljónum króna.

Alls námu laun og launatengd gjöld Kviku 2,4 milljörðum króna. Meðallaun hjá Kviku voru 1,7 milljónir króna á síðasta ári og hækkuðu um 6% milli ára. 107 manns störfuðu hjá Kviku í lok árs sem fjölgaði um 21 á árinu eftir kaup á Virðingu, Öldu sjóðum og fyrirtækjaráðgjöf Beringer á Íslandi. Samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækjanna var 130 í byrjun ársins 2017, fyrir sameiningarnar, en átta var sagt upp hjá Kviku og níu hjá Virðingu í tengslum við sameiningarnar.

Kvika hagnaðist um 1,6 milljarða króna árið 2017 miðað við 1,9 milljarða króna hagnað árið 2016, og munaði þar mestu um kaup á fyrrnefndum fyrirtækjum.