Framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka, Sigurður Hannesson, hefur sagt starfi sínu hjá Kviku lausu. Mun hann láta af störfum í ágúst að því er Vísir greinir frá.

Sigurður var einn helsti ráðgjafi síðustu ríkisstjórnar varðandi losun fjármagnshafta, en hann var jafnframt efnahagsráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann var forsætisráðherra.

Sigurður hefur starfað hjá Kviku og forverum bankans í tíu ár, en hann hóf störf í markaðsviðskiptum hjá Straumi fjárfestingabanka árið 2007. Jafnframt var hann ráðinn framkvæmdastjóri Júpíter árið 2010 en hann tók við starfi framkvæmdastjóra eignastýringar í janúar 2013.