Gengi hlutabréfa Símans hafa hækkað um 4,1% í 634 milljóna viðskiptum það sem af er degi en fjárfestar virðast hafa tekið vel í uppgjör félagsins sem birt var í gær. Tekjur Símans jukust um 4,7% á fjórða ársfjórðungi sem kom að miklu leyti til vegna aukinna tekna af sjónvarpsþjónustu og þá sérstaklega vegna enska boltans.

Þá nam EBITDA á fjórðungnum 2.728 milljónum og jókst um 28,4% milli ára en um 5,5% með tilliti til breytinga vegna IFRS 16. Þá kom einnig fram að afkomuspá félagsins gerir ráð fyrir 10,5-10,9 milljóna EBITDA en EBITDA árisins 2019 var 10,5 milljarðar.

Nokkuð litlar hreyfingar hafa verið á öðrum félögum fyrir utan Símann en velta á markaðnum það sem af er morgni nemur þó rúmlega 1,4 milljörðum.

Bréf tryggingafélaganna hafa lækkað um 0,94-1,41% þar sem mest lækkun hefur verið á bréfum TM en auk þess hafa bréf Sýnar hækkað um 1,22 í litlum viðskiptum.