Síminn hefur tryggt sér sýningarréttinn að Ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Samningurinn gildir til ársins 2025.

Síminn tryggði sér sýningarréttinn að enska boltanum árið 2018. Sá samningur tók gildi fyrir tímabilið 2019 til 2020 og gilti út næsta tímabil sem lýkur á næst ári. Nú er ljóst að enski boltinn verði áfram hjá Símanum til ársins 2025 að minnsta kosti.

Sjá einnig: SKE aðvarar Símann

Í maí á síðasta ári var Síminn sektaður um hálfan milljarð króna af Samkeppniseftirlitinu sökum ólíkra viðskiptakjara . Verð á Ensku úrvalsdeildinni var þannig 1.000 krónur þegar þjónustan var seld sem hluti af Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium, en 4.500 krónur án annarrar þjónustu Símans. Sektin var síðar lækkuð í 200 milljónir króna .