Nú er, í fyrsta skipti hægt að stíga um borð í sjálfkeyrandi leigubíla í Singapúr. Er þetta athæfi þó enn á tilraunastigi. Á meðan að verkefnið er á tilraunastigi, fá geta farþegar fengið far sér að endurgjaldslausu.

Í bílunum sitja þó ökumenn til að byrja með, en þeir eru þó einungis í bílnum til þess að fylgjast með að ekkert fari úrskeiðis.

Fyrirtækið sem útfærir tæknina er bandaríska fyrirtækið nuTonomy, sem var stofnað árið 2013 í bandaríska háskólanum MIT.

Í raun er svæðið sem tilraunin nær yfir einungis lítill hluti borgarinnar og taka ekki margir þátt í tilrauninni til að byrja með.