Sýrlendingurinn sem sprengdi sjálfan sig og særði 15 mans í árás í Ansbach, Þýskalandi á sunnudagskvöld, skildi eftir sig myndband þar sem hann lýsti yfir hollustu við leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið (ISIS,Daesh), Abu Bakr al-Baghdadi.

Bæjaraland þurft að þola 3 af 4 árásum vikunnar í Þýskalandi

Þetta sagði innanríkisráðherra Bæjaralands Joachim Herrmann. Bæjaraland hefur verið sérlega illa fyrir barðinu á árásunum sem dunið hafa á Þýskalandi síðustu vikuna, en þrjár af þeim fjórum árásum sem gerðar hafa verið í landinu hafa verið í héraðinu.

Einungis nokkrum klukkutímum fyrir árásina í Ansbach réðst 21 árs gamall sýrlenskur flóttamaður á pólska konu með sveðju í borginni Reutlingen, sem er í Baden-Würtemberg.

Hinar tvær árásirnar voru svo í Bæjaralandi, á föstudag réðst 18 ára þýsk-íranskur ríkisborgari á saklausa borgara í verslunarmiðstöð í Munich og drap 9 einstaklinga. Á mánudaginn fyrir viku, þann 18. júlí réðst svo  17 ára afganskur flóttamaður á farþega í lest í borginni Würsburg með hníf og öxi, særði fjóra um borð í lestinni og þann fimmta fyrir utan hana.

Hefnd gegn þjóðverjum fyri rað standa gegn Íslam

Samtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið hafa hvatt fylgismenn hugmyndafræði sinnar um allan heim til að ráðast á almenna borgara. Ekki er ljóst í öllum þessum tilvikum að hve miklu leiti sú hvatning sé hvatinn að árásunum né heldur hafa fundist sannanir fyrir því að einstaklingarnir hafi verið í sambandi við eða fengið fyrirskipanir um árásirnar frá leiðtogum samtakanna.

Í myndbandinu sem skilið var eftir á farsíma sagði hinn 27 ára gamli sýrlenski flóttamaður að árásin væri „hefnd gegn Þjóðverjum, því þeir stæðu í vegi fyrir Íslam,“ sagði Herrmann á fréttamannafundi.