Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur fór Sólrún Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri félagsins, yfir árangur fyrirtækisins í jafnréttismálum á undanförnum árum og horfur til framtíðar. Nýverið kom í ljós að óútskýrð­ ur launamunur kynjanna var 0,2% konum í vil.

Sólrún sagði að þó launamunur kynjanna hafi mælst ómarktækur á undanförnum árum hefði hann alltaf verið körlum í vil og því hafi hún ekki viljað álykta að munurinn væri ekki til staðar. Þegar í ljós kom að í nóvember hefði launamunurinn í fyrsta skipti verið orðinn konum í vil hafi mannauðsteymið getað fagnað og jú – skálað í kampavíni.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá fór Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, einnig yfir framtíðarsýn félagsins til ársins 2030 en félagið lítur til vindmylla og tæknilausna á næstu árum.