„Þetta er óskaplega einfalt, skattar munu lækka,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Bjarni sagði að fyrstu skrefin í lækkun tekjuskatta og lækkun tryggingagjalds munu eiga sér stað strax á næsta ári.

„Og við ætlum að auka stuðning við nýsköpun og þróun, við hættum að taka VSK af bókum og við færum höfundarréttargreiðslur úr tekjuskatti í fjármagnstekjuskatt. Óskaplega einfalt, mjög einfalt: skattar munu lækka,“ sagði Bjarni.