Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq hækkaði um 0,46% í dag. Vísitalan hefur lækkað um 1,81% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam tæpum 2 milljörðum króna, þar af var velta á hlutabréfamarkaði 1,6 milljarða króna viðskiptum og var hún 379 milljón krónur á skuldabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa Skeljungs hækkaði um 4,40% 133,8 milljón króna viðskiptum. Eftir lokun markaða í gær var tilkynnt um það að stjórn Skeljungs hafi ráðið Henrik Egholm nýjan forstjóra félagsins. Var hann áður forstjóri P/F Magn, dótturfélags Skeljungs í Færeyjum. Valgeir M. Baldursson, fráfarandi forstjóri Skeljungs ákvað nýverið að láta af störfum í kjölfar breytinga á skipulagi félagsins.

Einnig hélt gengi hlutabréfa HB Granda að hækka en hlutabréfaverð félagsins hefur hækkað um 30,60% á þessu ári. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 4,41% í dag í 116,4 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi hlutabréfa Eikar fasteignafélagsins talsvert eða um 1,78% í 191,9 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 2 milljarðaviðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,8% í dag í 1,6 milljarða viðskiptum. Skuldabréfavísitala GAMMA stóð í stað í dag í 0,4 milljarða viðskiptum.